0

Mannslíkaminn er 60% vatn og flest efnahvörf í líkamanum þarfnast vatns til þess að geta átt sér stað. Vatn stuðlar einnig að því að viðhalda eðlilegri reglu á líkamshita og stuðlar að viðhaldi eðlilegrar líkams- og vitsmunastarfsemi.** Þar að auki fara flest efnahvörf í líkamanum fram í vatni.*

Ófullnægjandi vökvaneysla getur haft í för með sér neikvæð áhrif á líkamann. Til þess að viðhalda eðlilegri líkams- og vitsmunastarfsemi ber því að reyna að drekka ráðlagt magn sem nemur um það bil 2 lítrum af vökva á dag. Æskilegast væri að neyta vökvans aðallega í formi vatns, en drykkir á borð við ávaxtasafa og jurtate teljast einnig upp í daglega vökvaneyslu. Nytsamlegt er að muna að vatnsrík matvæli stuðla jafnframt að góðum vökvabúskap. Gæta ber þess að auka vökvaneyslu sína við áreynslu og í heitu veðri til að endurheimta þann vökva sem tapast með svitanum.*

* Pallborðshópur EFSA (Matvælaöryggisstofnunar Evrópu) um manneldisvörur, næringu og ofnæmi. Tímarit EFSA 2010;8(3):1459.
** Til þess að ná fram þeim áhrifum sem fullyrt er um þarf að neyta minnst 2,0 lítra af vatni á dag, úr öllum vökvagjöfum.

Síur

Síur