JURTANÆRINGAREFNI
Litarefnin sem gefa ávöxtum og grænmeti (ásamt jurtum, kryddi og jafnvel sumu heilkorni) fallegan lit sinn eru efnasambönd sem er að finna frá náttúrunnar hendi í jurtaríkinu og eru kölluð jurtanæringarefni (phytonutrients).
Sum matvæli, sem hafa að geyma jurtanæringarefni, innihalda jafnframt vítamín og steinefni, sem verka sem andoxunarefni 1 og stuðla þannig að því að verja frumur fyrir oxunarálagi. 1
Neysla vel samsettrar fæðu, með minnst 5 skömmtum af litríkum ávöxtum og grænmeti á dag, getur hjálpað til við að tryggja sér öll nauðsynleg næringarefni og uppskera þannig ávinninginn af jurtanæringarefnum í fæðunni.
Þegar ávextir, á borð við rauð epli, bláber, vínber og appelsínur, eru borðaðir saman færa þeir okkur gjöfulli blöndu af næringarefnum með andoxunaráhrifum 2 en þegar þeir eru borðaðir einir sér. Notaðu því blöndu af tegundum í grænmetis- og ávaxtasalöt eða þegar þú snöggsteikir grænmeti.
1
Kopar, mangan, ríbóflavín, selen, C-vítamín, E-vítamín og sink, sem er að finna í mörgum jurtanæringarefnum, stuðla að því að verja frumur fyrir oxunarálagi og það sama gildir um fjölfenól úr ólífuolíu.
2
Kopar / mangan / ríbóflavín / selen / C-vítamín / E-vítamín / sink stuðla að því að verja frumur fyrir oxunarálagi.