VÍTAMÍN OG STEINEFNI
Vítamín og steinefni eru í sameiningu kölluð örnæringarefni. Þau eru bráðnauðsynleg fyrir mörg af þeim efnahvörfum sem fara fram í líkamanum á hverjum degi. Mörg steinefni – eins og kalk (kalsíum) og magnesíum – gegna jafnframt uppbyggingarhlutverki í líkamanum. * Hins vegar getur líkaminn ekki myndað öll þau vítamín og steinefni sem hann þarf til að sinna störfum sínum eins og best verður á kosið. Þess vegna er heilnæmt mataræði svona mikilvægt.
Vel samsett mataræði hjálpar líkamanum að tryggja sér ómissandi vítamín og steinefni, en erfitt getur verið að neyta allra nauðsynlegra næringarefna úr fæðunni einni saman. Dagleg inntaka bætiefna með vítamínum og steinefnum gæti hjálpað til við að ná ráðlögðum dagskömmtum af þeim hverju fyrir sig, á hverjum einasta degi.
*
Kalsíum (kalk) og magnesíum eru nauðsynleg fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna.