HOLL FITA
Líkaminn þarf að fá dálítið magn af fitu til þess að starfa eðlilega. Hins vegar verður að gera greinarmun á fitu sem gerir okkur gott og þeirri sem gerir það ekki. Ómettaðar fitusýrur (t.d. fjölómettaðar fitusýrur eins og ómega-3 fitusýrur) eru taldar hollari fyrir okkur því slíkar fitusýrur geta hjálpað til við að halda kólesteróli í blóði innan eðlilegra marka.* Mataræði sem er auðugt af mettaðri fitu (t.d. úr tilbúnu snarli og dýraafurðum) getur stuðlað að hækkun á kólesteróli í blóði.
Fita er afar auðug af hitaeiningum. Samkvæmt næringarstefnu Herbalife Nutrition er þess vegna ráðlagt að fá að hámarki 30% af daglegum hitaeiningum úr fitu. Þar að auki er sérstök áhersla lögð á að borða sem æskilegasta fitu með því að velja heilnæmu gerðirnar. Dæmigert vestrænt mataræði inniheldur mun meiri heildarfitu og mettaða fitu en við þörfnumst.
* Dókósahexensýra (DHA) og eikósapentensýra (EPA) stuðla að viðhaldi eðlilegs þríglýseríðmagns í blóði. Hin gagnlegu áhrif fást með 2 g dagsneyslu af EPA og DHA.