PRÓTEIN
Prótein er ómissandi þáttur í sérhverri frumu líkamans. Það er eitt af meginnæringarefnunum og er gert úr 22 „byggingareiningum“ sem kallast amínósýrur. Prótein gegnir ýmsum hlutverkum í líkamanum. Meðal annars stuðlar prótein að vexti vöðvamassa og viðhaldi vöðva og eðlilegra beina. Án nægilegs próteins getur verið erfitt að halda sig við vel samsett mataræði og ná markmiðum sínum. Stefndu að því að fá minnst 30% af daglegum hitaeiningum úr próteini. Við áreynslu krefst líkaminn meira próteins til þess að byggja upp og varðveita vöðvana. Mundu því að þörfin fyrir prótein getur verið mismikil. Virkur karlmaður, sem neytir allt að 2.000 kkal á dag 1
og vill byggja upp vöðva, ætti að stefna að því að tryggja sér allt að 150 g 2
af próteini í daglegri fæðu sinni. Konu, sem neytir allt að 1.400 kkal á dag 1
og vill ná stjórn á þyngd sinni, er ráðlagt að borða allt að 105 g af próteini á dag. 3
2 Jäger R, et al. Tímaritið Journal of the International Society of Sports Nutrition. 20. jún 2017;14:20.
3 Flechtner-Mors M. Tímaritið Diabetes/Metabolism Research and Reviews. Júl. 2010;26(5):393-405.