Herbalifeline® Max - Ómega-3 - 30 hylki
Fæðubótarefnið Herbalifeline® Max er auðugt af ómissandi ómega-3 fitusýrunum EPA og DHA, sem stuðla að eðlilegri hjartastarfsemi og einnig að viðhaldi eðlilegs blóðþrýstings og eðlilegs þríglýseríðmagns í blóði. DHA stuðlar jafnframt að viðhaldi eðlilegrar heilastarfsemi og sjónar.
HELSTU KOSTIR
• Fimmskonar gagnleg áhrif á heilsuna:
- Eikósapentensýra (EPA) og dókósahexensýra (DHA) stuðla að eðlilegri hjartastarfsemi* (1 hylki).
- DHA stuðlar að viðhaldi eðlilegrar heilastarfsemi** (1 hylki).
- DHA stuðlar að viðhaldi eðlilegrar sjónar** (1 hylki).
- EPA og DHA stuðla að viðhaldi eðlilegs þríglýseríðmagns í blóði*** (4 hylki).
- EPA og DHA stuðla að viðhaldi eðlilegs blóðþrýstings**** (5 hylki).
• Fiskolían er sjálfbær afurð og hefur hlotið vottun frá frjálsu félagasamtökunum Friend of the Sea (Vinur hafsins).
• Ekkert eftirbragð af fiski þökk sé ilmkjarnaolíum úr tímían og piparmintu sem eru meðal innihaldsefna í vörunni.
• Utan um öll innihaldsefnin í Herbalifeline® Max er notað gelhylki sem hentar grænmetisætum.
HVERNIG GETUR ÞETTA HJÁLPAÐ ÞÉR?
Rannsóknir hafa sýnt að mataræði í mörgum vestrænum löndum er afar snautt af ómega-3 fitusýrum með löngum keðjum (EPA og DHA) (Simopoulos, 2002, 2011)* og þess vegna getur bætiefni komið að góðum notum. Næringarfræðingar ráðleggja fólki að neyta tveggja til þriggja skammta af fiski á viku til að ná ráðlögðum skammti af ómega-3 fitusýrum (Bandarísku hjartasamtökin, 2012)**.
Aðeins 1 hylki af Herbalifeline® Max hjálpar fólki að tryggja sér þau ákjósanlegu 250 mg af DHA og EPA sem við þurfum að fá á dag.
*Simopoulos, A. P. (2002). Mikilvægi hlutfallsins milli ómissandi ómega 6 og ómega 3 fitusýra (The importance of the ratio of omega-6/omega-3 essential fatty acids). Tímaritið Biomedicine & Pharmacotherapy, 56(8), 365-379.
Simopoulos, A. P. (2011). Mikilvægi jafnvægisins milli ómega 6 og ómega 3 hjá heilbrigðum og sjúkum: þróun á mataræði (Importance of the omega-6/omega-3 balance in health and disease: evolutionary aspects of diet). Tímaritið World Review of Nutrition and Dietetics, 102, 10-21. doi: 10.1159/000327785.
** Bandarísku hjartasamtökin (2012). Fiskur 101. frá Dallas, Texas (Fish 101. from Dallas, TX): AHA - American Heart Association/Bandarísku hjartasamtökin.
NOTKUN
Takið 1, 4 eða 5 hylki með vatni. (Fjöldinn fer eftir því hvaða gagnlegu áhrifum er sóst eftir.)
Notkun með máltíðum, dreift yfir daginn, er æskilegust.
# 0043
* Hin gagnlegu áhrif fást með 250 mg dagsneyslu af EPA og DHA.
** Hin gagnlegu áhrif fást með 250 mg dagsneyslu af DHA.
*** Hin gagnlegu áhrif fást með 2 g dagsneyslu af EPA og DHA.
**** Hin gagnlegu áhrif fást með 3 g dagsneyslu af EPA og DHA.
Gæta ber þess að viðbótarneysla á EPA og DHA fari ekki samanlagt yfir 5 g á dag.